Ég er einn ríkasti maður Íslands

af því að ég á ekki neitt. Það eina sem ég á er fullt af peningum inni í banka þar sem bankinn þarf að borga mér peninga fyrir að vera hjá sér.

Ég og kellingin mín, ástkæra ætluðum að kaupa okkur íbúð fyrr á árinu og vissum af smá kreppu þannig að við undirbuðum oggulítið í nokkrar íbúðir en allir sögðu nei og voru sármóðguð. Ji hvað þau hljóta að bölva sér í dag fyrir að hafa ekki tekið tilboðunum, nú sitja þau með illa skuldsettar íbúðir og hækkandi lán að þau grjótbölva sér í dag fyrir að hafa ekki tekið tilboði okkar.

Í dag söfnum við bara peningum og vöxtum. Grillum og drekkum bjór á hverju kvöldi af því að við eigum ekki neitt annað en peninga.

 


mbl.is Kaupsamningum fækkar um 61,4%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe ég er í sömu sporum

það er yndislegt að skulda ekkert

en hey þetta er glötuð ruslvörn ég kann ekkert í summu reikning 

Davíð (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Reynir Andri

er það skilgreiningin á EFFEMHNAKKA? að eiga pening,grilla og dreka bjór. Ég sem hef haft það trú að það voru svona sólbaðstofusjúklingar sem hlustuðu á tónlist um sweet lovin og rómantísk ástarmök. Mikið djöfull lítur "tanið" þitt vel út

Reynir Andri, 10.5.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband