Eru foreldrar að vanrækja börnin sín alla aðra daga?

Til hvers dagur barnsins. Er ekki hægt að sinna barninu alla daga ársins í staðinn fyrir einn, er það ekki skárra?  Þetta er hallærislegur dagur ef ég segi eins og er. Við hentum okkar út í garð og vinna, og hann hefði ekki getið verið ánægðari í staðinn fyrir að hanga í húsdýragarðinum með kolvitlausum krökkum.

dagurbarn


mbl.is Merki og hljómur dags barnsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég er alveg sammála þér mér finnst að það ætti að vera barnadagur alla daga.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 25.5.2008 kl. 23:07

2 identicon

Æj mér finnst svo sem lítið að því að hafa svona dag, rétt eins og bóndadag, konudag, sjómannadag og allt það.

Hinsvegar hömpuðum við okkar drengjum ekkert sérstaklega og komum hvergi nálægt húsdýragarðinum. Hér var það garðvinna og samvera sem var málið... eins og á flestum öðrum dögum sem engan titil bera. 

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 23:25

3 Smámynd: Guðrún Helgadóttir

mér finnst ekkert hallærislegt að hafa dag barnsins, ekki frekar en bóndadaginn, mæðradaginn osfrv. Ef dagurinn verður tilefni til að fólk spái svolítið í bernskuna er það gott. Mér finnst heldur ekki tilefni til að gera eitthvert tilstand með þennan dag frekar en aðra, hef alltaf verið á móti markaðssetningu á tilfinningum t.d. eins og Valentínusardeginum sem er bara væminn. Segi sama og aðrir hér - heima var lítið gert með hann, unglingurinn á heimilinu taldi sig vera kominn í fullorðinna manna tölu.

Guðrún Helgadóttir, 26.5.2008 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband