Við skulum ekki styðja það að fá útlenskt myglað kjöt til landsins!

Einar K. á að láta veiða hvalinn hvort sem að hann verður seldur til Japans eða brenndur á ruslahaugunum. Einar K. á að stoppa loðnuveiðar. Þá fær þorskurinn og hinir fiskarnir að éta loðnuna og sleppa við að vera étin af hvölum og þá er hægt að byggja upp landsbyggðina til að lifa á fiskinum, í stað þess að fara að reysa olíuhreinsunarstöð pg búa til álver fyrir útlendinga sem Íslendingar virðast ekki vera hrifnir af.

Við eigum að geta verið sjálfbær þjóð á marga vegu, t.d. eigum við að fara að flytja inn kjöt þar sem við þurfum að fá flugvélar og skip til að menga alheimin til að koma því til okkar þegar við already höfum þessi blessuðu dýr hér á landi til að drepa og éta svo.

Kjöt er dýrt hér á landi en staðreyndin er sú að stórkeðjurnar Kaupás(sem reka Krónuna, 11-11 og Nóatún) og Baugur(sem rekur Bónus, Hagkaup og 10-11) hafa meira og minna 100% skilarétt. Svo láta þau hvern fávitan að fætum öðrum panta inn svo nóg sé til af því að það er 100% skilaréttur að starfsfólkið þarf ekki að vanda sig af því að það lendir ekki á fyrirtækinu sjálfu. Það lendir ekki heldur á birgjanum. Það lendir á neytandanum að borga fyrir það!

Það þarf að fara að taka verslanir í gegn og birgjana ekki að fara að flytja inn erlent kjöt, það er ekki lausnin. Við verðum að berjast fyrir því að halda okkar fáu bændum og styðja þá af því að íslenska kjötið er best og ferskast!

Étum íslenskan fisk og íslensk dýr, hvort sem þau eru kindur, hestar, naut, svín eða bara litlir kjúklingar!


mbl.is Breytingar á matvælalögum í þágu bænda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband