Kennarar, sýnið traust!

Kennarar, hvort sem þeir eru leikskóla-, grunnskóla-, eða framhaldskólakennarar. Fólk hefur of margar misslæmar sögur af því hvernig þeir standa sig.  Þetta fólk er komið með endalausa frídaga sem henta ekki fyrir foreldra með smábörn. T.d. leikskólakennarar, alltaf í fríi en upphaflega er þetta stofnun til að láta börn sem eru ekki tilbúin í skóla vegna aldurs að vera í pössun til að foreldranir geti unnið. En nei það eru endalausir vinnudagar sem fara í það að börnin eru heima og leikskólakennarnir í fríi til að lengja helgar eða sett saman í langa ferð til útlanda fyrir vinnustaðinn. Grúnnskólar, þar heyrir maður ofmargar sögur þar sem kennarar höndla ekki nemendur og að nemendur séu að lenda í einelti eða bara einfaldlega að fá lélega kennslu af því að kennarinn nennir ekki neinu og það sama gildir um framhaldsskólakennara.

Allir þessir kennarar eiga að byrja að biðja um launahækkun þegar foreldrar, nemendur og börn byrja að treysta þeim!


mbl.is Fara kennarar í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Signý

Hehehe, það er það fyndnasta en jafnframt það sorglegasta sem ég hef lesið lengi. "leikskólakennarar alltaf í fríi"... Leikskólakennarar/leiðbeinendur eiga 5 starfsdaga á ári, fyrir 2 árum voru þeir einungis þrír. Og það er sko ekkert "frí" eða ég kalla það í það minnsta ekki frí að sitja 8 tíma á fyrirlestrum, mis skemmtilegum eða uppörvandi. Ég held ég tæki 30 grenjandi smábörn fram yfir það any day.

Leikskólakennarar/leiðbeinendur nota líka starfsdaga sýna til að fara í námsferðir til útlanda, yfirleitt eru slíkar ferðir farnar þegar það er hentugast fyrir alla að fara svo ekki sé verið að eyða of mörgum starfsdögum í sama hlutinn, og er þá oftar en ekki rauðir dagar á dagatalinu notaðir til að lengja ferðir en ekki öfugt. Þannig að margir leikskólakennarar/leiðbeinandur eru að vinna í lögboðnu fríi.

Leikskólakennarar/leiðbeinendur hafa hinsvegar eins og allar aðrar stéttir samfélgasins rétt á sumarfríi. Ekki eru vetrafrí í leikskólum eins og grunnskólum. ekki eru jólafrí í leikskólum heldur, reyndar er það svo að leikskólar t.d í Rvk eru opnir til hádegis á aðfangadag, hversu barnvænlegt sem það nú er.

Leikskólar eru heldur ekki "stofnun til að láta börn sem eru ekki tilbúin í skóla vegna aldurs að vera í pössun til að foreldrar geti unnið" Leikskólar er fyrsta skólastigið. Þú ert að rugla saman dagheimilum og leikskólum. En dagheimili eru reyndar ekki til lengur.

Minna veit ég um grunnskólana, enda hef ég ekki unnið í þeim, en það sem ég veit um þá hinsvegar er að þar er starfshættir kennara mjög svipaðir og þeim sem gerist í leikskólum, í grunnnin.

Ég held að þú ættir að kynna þér hlutina fyrst áður en þú ælir einhverju útúr þér.

Stundum er einfaldlega betra að þegja, maður kemur þá ekki upp um sína eigin fávisku á meðan.  

Góðar stundir. 

Signý, 8.6.2008 kl. 05:12

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er algjörlega sammála henni Signý hérna.  Svo eru leikskólar ekki með það grunnmarkmið að "passa" börn til að foreldrarnir geti unnið, heldur til að fræða börnin og leyfa þeim að njóta samvista við önnur börn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.6.2008 kl. 10:56

3 identicon

Það er með ólíkindum hversu heimskir sumir eru eða ertu á einhverjum ofskynjunarlyfjum ???? Ég tek heilshugar undir með Signýju.

Stundum er einfaldlega betra að þegja, maður kemur þá ekki upp um sína eigin fávisku á meðan.

 Ótrúlegur hroki.

Magnús (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Reynir Andri

Er ekki hver og einn frjáls um að hafa sína skoðun. Mig grunar að svona skítkast og leiðindi sem ég er að fá hérna gefur tilkynna um það að Signý,Jenný og Magnús annaðhvort eru eða eiga einhvern nánan sem er leikskólakennari. Krakkar mínir, ég er búin að kynna mér þetta, og ég man hvernig grunnskólinn var líka. Verst bara að það er svo langt síðan þið voruð í honum að þær minningar eru löngu horfnar (hey, skítkast. Nú er jafnt)

Reynir Andri, 8.6.2008 kl. 11:20

5 Smámynd: Friðrik Jónsson

Reynir, kannski er fólk viðkvæmt við þessu þar sem þetta er ekki e-ð abstract umdeiluefni. Þetta er mál sem er að hafa slæm áhrif á líf kennslustéttar undir sífelldu álagi sem á mun betra skilið. Fólk er skiljanlega ekki sátt við það, sérstaklega þegar þetta er að bitna á góðu fólki sem maður þekkir.

Friðrik Jónsson, 8.6.2008 kl. 13:40

6 Smámynd: Signý

Jú, það hafa allir rétt á sínum á skoðunum. En það er algjört lágmark að fólk viti hvað það er að tala um. Það er svo auðsjáanlegt á skrifum þínum að þú veist nákvæmlega núll um hvað þú ert að tala og þú hefur ekki einu sinni fyrir því að fela það.

Ég sjálf er ekki leikskólakennari en ég hef unnið á leikskóla, og veit því alveg sitt hvað um það sem gerist þar innan dyra.

Einhvernvegin held ég líka að ég sé yngri en þú, eða á sama aldri svo ekki er það nú mikið lengra síðan ég var í grunnskóla. Ég held reyndar að grunnskólar í dag standi verr en þeir gerðu þegar ég og þú vorum í skóla, þá ekki að kennarar séu verri. Heldur eru vandamálin einhvernvegin stærri, fleiri og flóknari. Svo eru kennarar mikið mun færri en þeir voru. Afhverju? Jú afþví að launin eru sorglega lág og starfsumhverfi algjörlega óviðunnandi.

En það er engin viðkvæmni eða skítkast í gangi, heldur er einfaldlega verið að benda á staðreyndir. Þú ættir að gera það líka. 

Signý, 8.6.2008 kl. 15:07

7 identicon

Mér þykir þú nú svolítið barnalegur að leyfa þer að skrifa svona stór orð á netið. Þú ert nú bara alveg að tala útúr rassgatinu á þér greyjið mitt...

Ég er sjálf í framhaldsskóla og ég hef næstum alltaf fengið æðislega kennara sem vilja allt fyrir mig og aðra gera. Ég sýni þeim mikla virðingu og þeir mér og þeir hafa allir staðið sig með prýði með að kenna mér.

Þú skalt ekki vera að alhæfa yfir kennara almennt að þeir séu latir og nenni ekki að sinna sínu starfi, auðvitað eru alltaf svartir sauðir í öllum hópum sem setja dökkan blett á starf kennara en þeir eru alls ekki allir!

Ég hugsa að þú sért bara bitur útí gamla kennara þína í fortíðinni eða nútíðinni.(ég veit ekkert hvort þú sért í skóla eða ekki). Þú hefur kannski verið latur eða erfiður nemandi og fengið kennara sem líkuðu illa við þig, að sjálfsögðu útaf hegðun þinni.  Þetta blogg gefur það amk til kynna.

 Vona bara að þú hugsir þig betur um næst áður en þú lætur slíkt útúr þér

Margrét (IP-tala skráð) 8.6.2008 kl. 16:34

8 Smámynd: Reynir Andri

Á ég að þurfa að hugsa um hvað aðrir þykja um mitt álit. er það sem þú meinar. Hvað á ég að skrifa um næsta frétt svo allir verði sammála og líki vel um mig. Málið er að ég þekki sjálfur leikskólakennara og grunnskólakennara, og það er fagnaðarefni þegar skipulagsdagar og allt hvað það heitir á sér stað. Smá break frá brjálæðinu.

Og ég þekki til mikið af iðruleysi kennara gagnvart nemendum sem þurfa á hjálp að halda í skólanum.

Ég væri ekki að skrifa þetta ef talaði bara út úr rassgatinum á mér gott fólk.
Er ég bitur út í kennurum mínum frá fortíðinni? Langt í frá. Margir góðir og margir sauðir, vissi bara hvert ég ætti að leita þegar á því þurfti.

Reynir Andri, 8.6.2008 kl. 17:58

9 Smámynd: Reynir Andri

Og svo þið vitið , þá er ég sammála Friðriki Jónssyni. Það á að hugsa vel um þessa stétt. En það eru bara þessir svartir sauðir sem eyðileggja fyrir þeim sem leggja metnað í þetta.

Af hverju haldið þið að margir segja "þessir helvítis Pólverjar" ? Eru það ekki þessir svartir sauðir sem eru búnir að eyðileggja fyrir þeim sem eru virkilega að vinna fyrir sér löglega og reyna að aðlagast íslensku samfélagi. 

Reynir Andri, 8.6.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband