40 mínútna bið

í dag var farið á Laugardagsvöll til að fylgjast með liði mínu FH etja kapp við Breiðablik í undanúrslit bikarsins.  Var mættur 10 mín fyrir kick off og blasti við mér stórfengileg röð á miðasölunni, góðir 100 metrar. "Djöfulsins" var mín fyrsta hugsun en ég lét ekki það á mig fá. Eftir að hafa staðið í 10 mín var okkur tilkynnt að það væri búið að opna aðra miðasölu á hinum endanum, "frábært" hugsa og tek smá skokk á hinn endann til að sleppa við lnga röð. Heppinn var ég, 8 manns á undan mér, en það tók 30 mín að afgreiða 7 manns á undan mér..... af hverju?KSÍ undirmannað afgreiðslu staðina og  ein af  tveimur miðasölukonum ákvað að fara í smá kaffi í 15 mín.  Mikill pirringur komst í mannskapinn og varð greyið konan sem eftir sat svívirt af fólki. Að sjálfsögðu er þetta pirrandi og ekki er það henni að kenna að þetta sé svona, hún tjáði mér að miðasölukerfið var seinvirkt vegna mikið álgas( ég skildi það enda á ég við slíkt á hverjum degi og veit hvernig það er þegar álag er á því), en það versta var er að hún rukkaði mig fullt verð á leik sem var byrjaður fyrir 30 mín síðan, enginn afsláttur.

Að mínu mati áttu hún bara að prenta út bunka af miðu og hleypa okkur frítt inn, því þetta var ekki fótbolta áhangandi bjóðandi að þurfa borga fullt verð á leik sem var löngu byrjaður því KSI gátu ekki séð fyrir að undanúrslitaleikur í bikar er stór viðburður í boltanum.

Er ég loksins komst í stúkuna var ég mjög sigurviss að mínir menn myndi komast áfram en þráði það heitt að það yrði gert í framlengingu.... fá eitthvað fyrir þennan pening og bæta upp hálftíman sem ég missti af.  Og varð ósk mín að veruleika..... FH unnu þetta 3-1 eftir framlengingu. Klassi!!!

 Núna er ég reynslunni ríkari og mun mæta klukkutíma fyrir þegar úrslitaleikurinn verður. En það á eftir að koma ljós, almennt læriri maður aldrei af þessum reynslum að mæta tæimanlega.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Andri

Beið eftir að kallin kæmi heim. Og hvað fékk ég....sigurmök. Hún flaggaði FH fánanum hástert þegar ég mæti í kofann.

Reynir Andri, 2.9.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband